Húsfyllir á fræðslu taugateymisins.
Fulltrúar í taugateymi Reykjalundar buðu starfsfólki upp á áhugaverða fræðslu í gær um starfsemi teymisins. Meðal annars var farið var yfir ýmis sjúkdómseinkenni sem tengjast sjúklingum sem teymið sinnir og hlutverk ólíkra fagaðila heilbrigðisstarfsfólks í teyminu. Húsfyllir var á fræðslunni sem var mjög áhugaverð og vel framsett af meðlimum taugateymisins okkar.
Kynningarfundurinn var hluti af „Fróðleysu“ sem eru fræðslufundir sem við hér á Reykjalundi höldum einu sinni í mánuði og eru þeir hugsaðir fyrir starfsfólk. Fræðslan getur verið af ýmsum toga og hugsuð bæði til skemmtunar og fróðleiks. Fyrirlesarar eru ýmist úr okkar röðum hér á Reykjalundi eða utanaðkomandi aðilar. Á myndinni er hluti taugateymisins og við sendum þeim og Fróðleysu-nefndinni bestu þakkir fyrir skemmtilega og áhugaverða fræðslu!