14.05.2025

Erlendir gestir í heimsókn.

Þann 8. maí síðastliðinn komu síðan íslenskir og erlendir fulltrúar frá lyfjafyrirtækinu Boeringer Ingelheim í heimsókn á Reykjalund til þess að kynna sér starfsemina í húsinu almennt og síðan sérstaklega meðferðina hjá efnaskipta- og offituteyminu. Í byrjun heimsóknarinnar var haldin kynning um sögu Reykjalundar og starfsemi og síðan nánar um vinnu EO teymisins. Farið var í skoðunarferð um húsið og voru erlendu fulltrúarnir mjög hrifnir af starfinu sem fer fram í húsinu og þeim endurhæfingarmöguleikum sem eru í boði hér. Það voru Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir læknir teymisins og Pétur Magnússon forstjóri sem tóku á móti hópnum sem sjá má á meðfylgjandi mynd.

 

Til baka