Hjúkrunardeild Miðgarður

Miðgarður er fyrir þá sjúklinga sem ekki nægir sú endurhæfingarmeðferð sem í boði er á dagdeildunum milli kl. 8-16. Miðgarður er hjúkrunardeild sem er opin allan sólarhringinn og þar starfa hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. Deildin er vel í stakk búin til að taka á móti sjúklingum sem þurfa mikla aðstoð, bæði hvað starfsfólk og aðstöðu varðar. Í Miðgarði geta sjúklingar frá öllum meðferðarsviðum dvalið.

Heimsóknir til sjúklinga eru leyfðar virka daga milli klukkan 16 til 22. Heimsóknir á öðrum tímum þurfa að vera eftir samkomulagi við starfsfólk Miðgarðs.
Flestir matast í borðsal á 1. hæð en þeir sem geta það ekki af einhverjum orsökum fá mat upp á deild. Aðstandendur og gestir geta keypt mat á virkum dögum. Matmálstímar um helgar eru kl. 09:00-10:00, 12:00-13:00, 15:00-16:00 og 18:00-19:00.
Flest herbergi Miðgarðs eru einbýli. Á deildinni er lítil setustofa þar sem er aðgangur að dagblöðum og sjónvarpi.
Rík áhersla er lögð á að sjúklingar og starfsfólk noti ekki ilmefni, svo sem ilmvötn, rakspíra eða annað sem getur valdið öðrum ofnæmi og öndunarfæraóþægindum.