Tauga- og hæfingarteymi

Notkun ICF

Rauð ber

Á tauga- og hæfingarsviði Reykjalundar hefur innleiðing hugmyndafræði ICF verið lengi á dagskrá. Árið 2009 var markviss flokkun vanda skjólstæðinga skv. ICF hafin og markmið og áætlanir um meðferð og íhlutun voru skráðar í samræmi við það. Árið eftir voru tekin í notkun sérstök greiningar- og markmiðsblöð, sem voru samtengd. Á þau er vandi – markmið - úrræði og framvinda skráð skipulega. Tilgangur slíkrar skráningar er að skilgreina betur og samhæfa endurhæfinguna sem er í höndum margra fagstétta. Einnig er verið að þróa verkferla við söfnun upplýsinga um færni ungs fólks með fötlun út frá hugmyndafræði ICF. Helsti ávinningur þess að nota ICF er að: Vandi og þarfir skjólstæðings koma skýrt fram, áhersla er lögð á að efla athafnir og þátttöku og vinna með hvata/hindranir í umhverfinu. Samvinnan í teyminu eykst, allir tala sama mál og stefna að sama marki, það er ákveðið hver gerir hvað og ákvarðanir um meðferð/íhlutun eru teknar sameiginlega. Skráningin gefur einnig möguleika á að bera saman hvaða vanda er helst unnið með hjá mismunandi skjólstæðingahópum og hver árangurinn er. Á þennan hátt eykst skilvirkni meðferðar/íhlutunar og árangur endurhæfingar verður betri.

Heimildir: 7, 8, 9