Flokkunarkerfi

Rauð laufKóðun upplýsinga þjónar margvíslegum tilgangi. Má þar nefna stöðlun á heitum og hugtökum, samræmingu skráningar, möguleika á tölfræðiúrvinnslu, hagræði við rannsóknir, stjórnun og áætlanagerð, ásamt því að spara geymslurými. Samræmd kóðun upplýsinga er mikilvægur þáttur í upplýsingatækni og forsenda þess að unnt sé að ná gögnum út úr rafrænum skráningarkerfum á skipulagðan hátt. Slík gögn eru jafn nauðsynleg fyrir fagfólk sem þarf að taka ákvarðanir um klíníska meðferð sjúklinga frá degi til dags og fyrir stjórnendur sem þurfa að skipuleggja þjónustu, forgangsraða, áætla kostnað og meta árangur þjónustunnar. Þau stöðluðu flokkunarkerfi sem eru til staðar í DIANA, sjúkraskrárkerfi Reykjalundar, eru ICD-10 (flokkun sjúkdómsgreininga),  og ICNP (flokkun hjúkrunargreininga, hjúkrunarmeðferðar og mats á árangri hjúkrunarmeðferðar). Einnig heldur DIANA sjúkraskrárkerfið utan um lyfjaskrá sem er uppfærð reglulega samkvæmt upplýsingum frá Lyfjagreiðslunefnd.
Á næstu árum er stefnt að innleiðingu ICF, Alþjóðlega flokkunarkerfisins um færni, fötlun og heilsu (International Classification of Function, Disabilities and Health) í sjúkraskrá Reykjalundar.

Heimildir: 11