Fagfólk

Flestir starfsmenn með fagmenntun

Langflestir starfsmanna Reykjalundar hafa fagmenntun og réttindi til að starfa sem slíkir, en á Reykjalundi starfa flestir faghópar sem vinna að endurhæfingu innan heilbrigðiskerfis Íslendinga. Meðal annarra er þar að finna félagsráðgjafa, heilsuþjálfara, hjúkrunarfræðinga, iðjuþjálfa, íþróttakennara, lækna, næringarráðgjafa, sálfræðinga, sjúkraliða, sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga. Til að sækja um starf á Reykjalundi má smella hér

Á brúnni
Einstaklingshæfð meðferð

Samkvæmt hugmyndafræði endurhæfingar er unnið í þverfaglegum teymum og er þjónusta við hvern einstakan sjúkling skipulögð með tilliti til þarfa hans, byggð á ítarlegri skoðun, viðtölum, prófum og öðrum aðferðum sérfræðinga, sem notaðar eru til greiningar. Til að sækja um endurhæfingu á Reykjalundi þarf læknir að fylla út beiðni um meðferð.

Lágmarksskráning

Unnið er samkvæmt fyrirmælum Landlæknisembættisins um lágmarksskráningu og hér til hliðar má sjá umfjöllun um helstu flokkunarkerfi sem notuð eru í endurhæfingu.

Gestir
Árlega koma margir innlendir og erlendir gestir á Reykjalund til að kynna sér starfsemina. Sem dæmi má nefna hópa frá erlendum háskólum sem hafa komið ár eftir ár, hópa sem koma í tengslum við alþjóðlegar ráðstefnur á Íslandi, hópa frá endurhæfingarstofnunum, sveitarstjórnum, félagsþjónustu og fleira.