Sambýlið Hlein
Hlein er í eigu SÍBS og er með rekstrarsamning við Sjúkratryggingar Íslands. Hlein er staðsett á lóð Reykjalundar og íbúar fá þjálfunar- og læknisþjónustu frá Reykjalundi. Í húsakynnum Reykjalundar er rekin vinnustofa fyrir íbúa Hleinar.
Húsnæði Hleinar er í eigu SÍBS og var byggt á árunum 1990-1992 að stórum hluta fyrir söfnunarfé sem Lionshreyfingin aflaði með sölu á rauðu fjöðrinni. Fyrstu íbúarnir fluttu inn í húsið árið 1993.
Hollvinasamtök Hleinar styðja við þá starfsemi sem fram fer á vegum Hleinar í samráði við starfsfólk og yfirstjórn Hleinar. Þeir sem hafa áhuga á að ganga í hollvinasamtökin er bent á að hafa samband við Anný Láru Emilsdóttur framkvæmdastjóra Hleinar í gegnum netfangið annylara[hjá]reykjalundur.is eða í síma 585 2092 á dagvinnutíma.