Iðjuþjálfun

Hvenær er þörf á iðjuþjálfun?

Þegar fólk á í erfiðleikum með að sinna daglegri iðju á fullnægjandi hátt. Algengt er að færni við iðju breytist í kjölfar sjúkdóms eða annars áfalls. Kona í eldhúsiFólk getur átt í erfiðleikum með að annast sig og sína, vinna heimilisstörf, stunda atvinnu utan heimilis eða njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Iðjuþjálfun er skjólstæðingsmiðuð, sem þýðir að skjólstæðingurinn kýs sér viðfangsefni og vinnur síðan markvisst að því að ná fullnægjandi færni í þeirri iðju í samvinnu við iðjuþjálfa. Til að efla færni beita iðjuþjálfar fræðslu, kennslu, ráðgjöf, aðlögun umhverfis, útvegun hjálpartækja og þjálfun.

Fyrsti iðjuþjálfinn kom til starfa á Reykjalundi 1974 en í dag starfa hér 18 iðjuþjálfar auk 4 aðstoðarmanna.

Nám í iðjuþjálfun

Iðjuþjálfunarfræði er 3 ára nám til BS-prófs (180 einingar). Til að fá starfsréttindi sem iðjuþjálfi þarf til viðbótar að ljúka eins árs diplomanámi í iðjuþjálfun á meistarastig. Með náminu öðlast þekking á iðjuvísindum, uppbyggingu og starfsemi mannslíkamans, sálfræði, félagsfræði og þroska mannsins. Jafnframt eru kenndar leiðir til að mæta þörfum fólks til að takast á við dagleg viðfangsefni og þátttöku í samfélaginu. Háskólinn á Akureyri býður upp á nám í iðjuþjálfun, bæði staðar-og fjarnám.

Sími

Skrifstofa

585-2048
585-2058

Verkstæði

585-2154
585-2155