06.11.2013

Vísindadagur 15. nóvember 2013

Vísindadagur verður haldinn í 10. sinn á Reykjalundi föstudaginn 15. nóvember kl. 13-16. Þar munu starfsmenn Reykjalundar og nemendur þeirra kynna niðurstöður rannsókna sinna með stuttum erindum og veggspjöldum.

Viðfangsefni í rannsóknum í endurhæfingu eru margvísleg og endurspeglast það í dagskrá vísindadagsins. Þar verður fjallað um þýðingu og forprófun á spurningalista um lotuofát, árangur sykursjúkra hjartasjúklinga í þjálfun, hvíldaröndun astmasjúklinga, eftirfylgni byggða á núvitund og margt, margt fleira.

Kaffi og með því verður á boðstólum og allir eru velkomnir.

Til baka