Reynsla af COVID veikindum

Reynsla sjúklinga af COVID veikindum og bjargráðum þverfaglegrar endurhæfingar eftir COVID
Ábyrgðarmaður: Jónína Sigurgeirsdóttir BS, MS, PhD nemandi við Háskóla Íslands, sérfræðingur í endurhæfingarhjúkrun og hjúkrunarstjóri lungnateymis Reykjalundar

Markmið rannsóknarinnar er að auka þekkingu og dýpka skilning á því hvaða andlegu og líkamlegu erfiðleika það hefði í för með sér að veikjast af COVID veirunni. Skoðað verður hvernig andleg og líkamleg líðan sjúklinganna var eftir veikindin, hvaða áhrif sjúkralegan hafði á andlega og líkamlega líðan og hver reynsla þeirra var, af bjargráðum þverfaglegrar endurhæfingar eftir COVID. Framkvæmd rannsóknar er eigindleg og unnið er eftir tólf þrepum Vancouver skólans í fyrirbærafræði. Bæði er um vísindalegan og hagnýtan ávinning að ræða í tengslum við rannsókn þessa og vonast er til að niðurstöður auki þekkingu og skilning meðal fagfólks um reynslu sjúklinga af COVID veikindum. Þátttakendur rannsóknarinnar verða þrjár konur og þrír karlar sem veiktust í fyrstu bylgju COVID árið 2020 og fengu þverfaglega endurhæfingu eftir veikindin.

Upphaf rannsóknar: 2021