Endurhæfing CABG sjúklinga

Árangur hjartaendurhæfingar á Íslandi fyrir CABG sjúklinga.
Ábyrgðarmaður: Dr. Thor Aspelund, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands
Samstarfsaðili á Reykjalundi: Dr. Inga Sigurrós Þráinsdóttir hjartalæknir

Markmið rannsóknarinnar er að greina árangur hjartaendurhæfingar á líkamlega afkastagetu (w/kg) einstaklinga sem hafa gengist undir kransæðahjáveitu aðgerð og sóttu endurhæfingu á Reykjalundi eða Endurhæfingarstöð hjarta-og lungnasjúklinga á tímabilinu 1. janúar 2017 til 31. desember 2021. Árangur hjartaendurhæfingarinnar verður greindur sem munur á afkastagetu (w/kg) einstaklinga á hámarksþolprófi sem tekið er við upphaf þjálfunartímabils og aftur við lok þjálfunartímabils.

Fyrirhuguð er afturvirk rannsókn þar sem gögnum verður safnað úr sjúkraskrám Landspítala Háskólasjúkrahúss, Endurhæfingarstöðvar hjarta- og lungnasjúklinga (HL - stöðvarinnar) í Reykjavík og Reykjalundi.

Unnið verður með gögn einstaklinga með hjarta-og æðasjúkdóma  og kransæðahjáveituaðgerð (ICD I20-I25 og Z95.1).

Vísindalegt gildi rannsóknarinnar er aukin þekking á hjartaendurhæfingu á Íslandi hjá einstaklingum eftir kransæðaaðgerð.

Upphaf rannsóknar: 2022