Stefnur
Hlutverk Reykjalundar er að
- Veita alhliða endurhæfingarþjónustu til að bæta færni, virkni og þátttöku skjólstæðinga í daglegu lífi.
- Taka virkan þátt í kennslu fagfólks um endurhæfingu samkvæmt samningum við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri.
- Hafa frumkvæði að og stunda rannsóknir og fræðslu um endurhæfingu.
Starfsemi Reykjalundar tekur mið af heilbrigðisáætlun stjórnvalda á hverjum tíma
Reykjalundur leggur áherslu á að veita endurhæfingu samkvæmt bestu
þekkingu, sem byggir á hugmyndafræði endurhæfingar samkvæmt Alþjóða
heilbrigðismálastofnuninni WHO.
Til þess að ná settu markmiði setur Reykjalundur sér gæðastefnu.
Í henni felst:
- þverfagleg teymisvinna með skýru samskiptaferli
- heildræn nálgun, með heilsu og velferð sjúklinga að leiðarljósi
- einstaklingsmiðuð meðferð, sem hefur skýr og mælanleg markmið
- árangursmiðuð meðferð þar sem árangur er metinn með viðurkenndum og viðeigandi mælitækjum (hlutlægum og huglægum)
- virk tengsl við háskólasamfélagið. Áhersla á rannsóknir, gagnreynd vinnubrögð og skýra verkferla. Gæðavísar, gæðastaðlar, gæðahandbækur haft að leiðarljósi
- að skráð er samkvæmt hugmyndafræði og markmiðum endurhæfingar í skráningarkerfi sem tryggir vernd persónuupplýsinga
- skipuleg vinna með biðlista, forskoðun til að koma fólki af stað á meðan það bíður endurhæfingar, eða aðstoð við að finna önnur úrræði við hæfi
- virk samskipti við þá sem sjá um þjónustu úti í samfélaginu, svo sem starfsendurhæfingu, heilsugæslu, þjálfunarstöðvar og fleira
- möguleiki á endurtekningu, ef sjúkdómur er versnandi og sjúkdómsástand/færni/lífsgæði einstaklingsins breytist
- meðferð sem er fylgt eftir á skipulagðan hátt með eftirfylgd og þjónustukönnunum
Reykjalundi er sett það markmið að veita alhliða endurhæfingarþjónustu til að bæta færni, virkni og þátttöku skjólstæðinga í daglegu lífi. Reykjalundur stefnir að því að vera leiðandi í rannsóknum og vísindastarfi sem tengjast endurhæfingu og taka virkan þátt í menntun heilbrigðisstétta á þessu sviði.
Starfsmenn Reykjalundar eru helsta auðlind stofnunarinnar og eftirfarandi starfsmannastefna miðar að því að þessi markmið náist.
Ráðningar
- Lögð er áhersla á að ráða til starfa hæfustu starfsmenn sem völ er á.
- Við val á starfsmönnum er metin menntun, reynsla, færni og hæfni til mannlegra samskipta.
- Starfsmenn skulu vera vel upplýstir um verkefni sín og skyldur.
- Ráðningasamningur og/eða starfslýsingar skulu vera skriflegar og undirritaðar af starfsmanni og yfirmanni.
Kjaramál
- Reykjalundur fylgir gildandi kjara- og stofnanasamningum á hverjum tíma.
- Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins taka til starfsmanna Reykjalundar svo sem við getur átt
- Lögð er áhersla á að farið sé eftir kjarasamningum við ákvörðun um röðun í launaflokka og framgang í starfi.
Starfsþróun og fræðsla
- Reykjalundur mun leitast við að gefa starfsmönnum tækifæri á framgangi í starfi með markvissri fræðslu og þjálfun og skapa þeim skilyrði til virkrar endurmenntunar.
- Stefnt skal að eflingu rannsókna- og vísindastarfsemi tengdri endurhæfingu.
- Reykjalundur skal taka virkan þátt í menntun heilbrigðisstétta.
Samskipti
- Starfsmenn skulu sýna skjólstæðingum stofnunarinnar virðingu og hlýtt viðmót og veita þeim góða faglega þjónustu.
- Starfsmenn eru bundnir þagnarskyldu um það sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skal fara lögum samkvæmt sbr. ákvæði 18. gr. l. 70/1996.
- Starfsmenn skulu virða persónu, skoðanir og þekkingu samstarfsmanna sinna og hafa vilja og hæfni til samstarfs.
- Framkoma sem veldur öðrum vanlíðan eða óöryggi verður ekki liðin.
- Stefnt skal að því að halda starfsmönnum vel upplýstum um þau málefni sem eru á döfinni á hverjum tíma bæði með því að nota upplýsingakerfi stofnunarinnar svo og með almennum starfsmannafundum þegar þurfa þykir.
- Upplýsingahandbók starfsmanna skal vera aðgengileg starfsmönnum. Hún hefur að geyma allar þær upplýsingar sem nýjum starfsmönnum eru nauðsynlegar.
Jafnréttismál
- Á Reykjalundi skal ríkja jafnrétti. Óheimilt er að mismuna fólki eftir aldri, kynferði, kynþætti, efnahag, fötlun, stjórnmálaskoðunum eða trúarskoðunum.
- Launajafnrétti skal vera milli kynja.
Vinnuumhverfi, heilsuvernd og öryggismál.
- Stuðla skal að því að umhverfi og vinnuaðstaða tryggi öryggi og vellíðan starfsfólks við vinnu. Tryggja skal að starfsmenn fái nauðsynlegan stuðning og handleiðslu við krefjandi störf.
- Reykjalundur leggur áherslu á að starfsmenn viðhaldi heilsu sinni með heilbrigðum lifnaðarháttum. Aðstaða til þjálfunar og almennrar heilsuræktar á Reykjalundi stendur starfsmönnum til boða, þeim að kostnaðarlausu, samkvæmt nánari reglum.
- Reykingar starfsmanna svo og hvers konar vímuefnanotkun er óheimil í vinnutíma í og við Reykjalund.
- Starfsmönnum ber að kynna sér öryggismál og eldvarnir Reykjalundar og kunna að bregðast við ef hættu ber að höndum.
Fjölskylduvæn starfsmannastefna og félagsmál
- Reykjalundur vill auðvelda starfsmönnum sínum að samræma vinnuskyldu og fjölskyldumál með gagnkvæmum sveigjanleika og leitast við að aðlaga starfshlutfall að þörfum stofnunarinnar og getu starfsmanna.
- Reykjalundur vill efla samstarf og samkennd starfsmanna m.a. með stuðningi við starfsmannafélag stofnunarinnar.
Gildistími og endurskoðun
- Framkvæmdastjórn skal endurskoða starfsmannastefnuna svo oft sem þurfa þykir og leita eftir umsögnum og ábendingum.