Rekstur

Umsjónarmaður fasteigna sér um allt viðhald bæði utandyra og innandyra á fasteignum sem telja 20.659 m2 sem standa á 433.720 m2 lóð og nýtur við það aðstoðar frá fjölmörgum iðnaðarmönnum.

Skrifstofa Reykjalundar samanstendur af skrifstofum: forstjóra, framkvæmdastjóra lækninga, framkvæmdastjóra hjúkrunar, framkvæmdastjóra þjálfunar og ráðgjafar, framkvæmdastjóra rekstrar og mannauðsstjóra. Þar starfa einnig bókari, gjaldkeri og launafulltrúi sem sinna öllum almennum skrifstofustörfum.

Upplýsingatæknistjóri hefur umsjón með vefsíðum Reykjalundar, ýmsum tæknibúnaði og notendaþjónustu við um 200 notendur við síbreytilegt og fjölbreytt upplýsingakerfi sem starfsfólk Reykjalundar notar í sínum daglegu störfum.