Gæðastjórnun

Markmið Evrópuáætlunar WHO er að aðildarríkin tryggi að stjórnun í heilbrigðisþjónustu hafi gæði að leiðarljósi, bæði hvað varðar aðgerðir í þágu þjóðfélags og einstaklinga. SteinveggurÞetta var útfært í gæðaáætlun heilbrigðisráðuneytisins til ársins 2010 og er unnið eftir þeirri áætlun á Reykjalundi. 

Gæðaáætlanir snúa að: 

 • alþjóðlegri skráningu
 • árangursstjórnun
 • áætlanagerð
 • faglegri upplýsingagjöf
 • gæðakröfum fyrir nýjar stofnanir
 • gæðavísum
 • gæðayfirlýsingu
 • hlutverki stofnunar
 • innleiðingu þjónustu
 • klínískum leiðbeiningum
 • menntun
 • öryggi sjúklinga
 • rafrænni skráningu
 • rannsóknum
 • umbótum

Síðan koma mælingar, sem eru hornsteinn umbóta, því þær gefa upplýsingar um raunverulegan árangur ferla og má bera saman við markmið sem hafa verið sett.

Gæðavísum er ætlað að skilgreina réttmæta og áreiðanlega mælikvarða fyrir stofnanir eða tiltekin svið stofnunar. Gæðavísar gera notendum þjónustu kleift að meta hvort gæði þjónustunnar uppfylla viðurkennda faglega staðla.

Eins og fram kom í upptalningunni hér fyrir ofan, er það að taka upp gæðastjórnunarkerfi stefnumarkandi ákvörðun æðstu stjórnenda fyrirtækis (gæðayfirlýsing). Samt sem áður er ábyrgð í gæðastjórnunarkerfi í raun hjá öllu starfsfólki. Gæðayfirlýsingu er fylgt eftir með gæðahandbók, sem er handbók stofnunar eða eininga innan stofnunar og byggir á því að skilgreina markmið, leitast við að fyrirbyggja mistök, mæla árangur og vinna stöðugt að umbótum.