Persónuverndarstefna

Ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuuplýsinga tóku gildi þann 15. júlí 2018. Tilgangur laganna er að stuðla að því að farið sé með persónuupplýsingar í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs og með lögunum eru eldri lög samræmd persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins frá 25. maí 2018.

Persónuvernd skiptir máli í allri starfsemi Reykjalundar og felur meðal annars í sér að starfsfólk virðir friðhelgi einkalífs allra skjólstæðinga Reykjalundar, starfsfólks, nema og annarra. Reykjalundi ber samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu að skrá og vinna ýmsar persónu- og heilsufarsupplýsingar til að geta veitt góða þjónustu og sinnt lögboðnu hlutverki sínu. Rík áhersla er lögð á að við meðferð persónuupplýsinga sé þagnarskylda og friðhelgi einkalífs virt og að upplýsingar séu varðveittar á öruggan hátt.

Í persónuverndarstefnu Reykjalundar kemur fram í hvaða tilgangi upplýsingum er safnað frá sjúklingum, starfsfólki, nemum eða öðrum, hvaða upplýsingum er safnað, hver réttur einstaklinga er gagnvart eigin upplýsingum og varðveislu þeirra, hvert upplýsingum er miðlað og hvernig öryggis þeirra er gætt í starfseminni.

Persónuverndarstefna – almenn (pdf)

Persónuverndarstefna - starfsmenn (pdf)

Persónuverndarfulltrúi Reykjalundar er Gunnhildur Erla Kristjánsdóttir