Gæðastefna
Reykjalundur leggur áherslu á að veita endurhæfingu samkvæmt bestu þekkingu, sem byggir á hugmyndafræði endurhæfingar samkvæmt Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni WHO.
Til þess að ná settu markmiði setur Reykjalundur sér gæðastefnu.
Í henni felst:
- þverfagleg teymisvinna með skýru samskiptaferli
- heildræn nálgun, með heilsu og velferð sjúklinga að leiðarljósi
- einstaklingsmiðuð meðferð, sem hefur skýr og mælanleg markmið
- árangursmiðuð meðferð þar sem árangur er metinn með viðurkenndum og viðeigandi mælitækjum (hlutlægum og huglægum)
- virk tengsl við háskólasamfélagið. Áhersla á rannsóknir, gagnreynd vinnubrögð og skýra verkferla. Gæðavísar, gæðastaðlar, gæðahandbækur haft að leiðarljósi
- að skráð er samkvæmt hugmyndafræði og markmiðum endurhæfingar í skráningarkerfi sem tryggir vernd persónuupplýsinga
- skipuleg vinna með biðlista, forskoðun til að koma fólki af stað á meðan það bíður endurhæfingar, eða aðstoð við að finna önnur úrræði við hæfi
- virk samskipti við þá sem sjá um þjónustu úti í samfélaginu, svo sem starfsendurhæfingu, heilsugæslu, þjálfunarstöðvar og fleira
- möguleiki á endurtekningu, ef sjúkdómur er versnandi og sjúkdómsástand/færni/lífsgæði einstaklingsins breytist
- meðferð sem er fylgt eftir á skipulagðan hátt með eftirfylgd og þjónustukönnunum