Stoðþjónusta

Á Reykjalundi er göngudeildarmóttaka sem er sameiginleg fyrir öll meðferðarsvið stofnunarinnar. Þar fara fram greiningarviðtöl og ráðgjöf í aðdraganda innskriftar, meðferð og endurkomur. Göngudeildin er opin alla virka daga frá kl. 8-16. 

Álagspróf, öndunarmælingar og svefnrannsóknir eru megin viðfangsefni hjarta- og lungnarannsóknarstofunnar.

Í Mannauðsdeild Reykjalundar starfar einn starfsmaður utan mannauðsstjóra. Þeir sjá um allan almennan launaútreikning, túlkun kjarasamninga sem unnið er eftir og styðja við bakið á stjórnendum og starfsmönnum. Mannauðsdeild sér um að auglýsa eftir starfsmönnum og tekur á móti starfsumsóknum ásamt því að veita ráðgjöf er varðar ýmis starfsmannamál.

Mannauðsstjóri ber ábyrgð á stefnumótun, skipulagningu og samhæfingu mannauðsstjórnunar í samráði við framkvæmdastjórn, stefnu og aðra stjórnendur Reykjalundar.

Skrifstofa  Reykjalundar samanstendur af skrifstofum;  forstjóra,  framkvæmdastjóra lækninga, framkvæmdastjóra hjúkrunar, framkvæmdastjóra rekstrar og mannauðsstjóra. Þar starfa einnig; ritari forstjóra, bókari, gjaldkeri og launafulltrúi sem sinna öllum almennum skrifstofustörfum.
Byggingar á lóð Reykjalundar eru samtals 20.659 m2 að flatarmáli. Lóðin er 433.720 m2. Tveir starfsmenn hafa umsjón með fasteignum Reykjalundar.
Móttaka Reykjalundar er staðsett á jarðhæð B álmu. Hún er opin mánudaga til föstudaga frá klukkan 8:00 - 16:30. Í móttökunni er sinnt allri almennri upplýsingagjöf ásamt bókunum og afgreiðslu fyrir göngudeild. Einnig er þar selt ýmislegt efni sem stuðst er við í meðferðinni á Reykjalundi.
Í mötuneyti Reykjalundar er leitast við að hafa matinn heilnæman og ferskan. Matseðilinn samanstendur af fjölbreyttum fisk-, kjöt- og grænmetisréttum, ásamt salatbar, ávöxtum og samlokum. Eldað er á heilsusamlegan máta og ekki notuð unnin matvara. Mötuneytið skiptist í eldhús sem er GÁMES vottað og bjartan og rúmgóðan matsal.
Við ræstingu á Reykjalundi starfa 9 starfsmenn. Þeir sjá um að ræsta með einum eða öðrum hætti hátt í 9000 fermetra á degi hverjum. Frá upphafi hefur ræsting á húsnæði stofnunarinnar verið unnin af starfsmönnum hennar, ræstingin var á árum áður ein af þeim einingum þar sem sjúklingar fengu starfsþjálfun fyrir útskrift.
Á Reykjalundi hefur verið rekin saumastofa frá upphafi. Hún hefur sinnt öllu því helsta sem stofnunin hefur þurft á að halda á hverjum tíma fyrir sig. Í dag starfar á saumastofu starfsmaður í 0,5 stöðugildi.
Þvottahús Reykjalundar hefur sinnt þörfum stofnunarinnar eins og kostur er frá upphafi. Um árabil voru stærri stykki þvegin úti í bæ en allur minni þvottur hér. Undanfarin ár hefur mest allur þvottur verið þveginn í þvottahúsi Grundar í Hveragerði. Í dag starfar í þvottahúsi starfsmaður í 0,5 stöðugildi.