Starfsemi

Teymisvinna er vinnulag sem hefur þróast á síðustu áratugum og hefur gefið góða raun í endurhæfingu, því þar leggjast margir sérfræðingar á eitt við að vinna með sjúklingi að því að ná markmiðum endurhæfingar.

Margvísleg stoðþjónusta þarf að vera til staðar og í endurhæfingu eru gæði, vísindi og þróun höfð að leiðarljósi. Ýmis ráð og nefndir vinna að verkefnum í tengslum við starfsemina.

Heilsurækt er heiti yfir líkamsræktartilboð Reykjalundar fyrir þá sem vilja kaupa sér kort og stunda þjálfun á Reykjalundi eftir útskrift, en almenningur getur einnig keypt kort í heilsuræktina.

Sambýlið Hlein er rekið samhliða starfsemi Reykjalundar. Hlein var byggt fyrir söfnunarfé Lionshreyfingarinnar og þar búa nokkrir einstaklingar sem hafa fatlast ungir af völdum sjúkdóma eða slysa.  Hlein tilheyrir starfsmannahaldi framkvæmdastjóra hjúkrunar, en starfsemi Hleinar er stýrt af þroskaþjálfa.