Oddssjóður

Oddssjóður var stofnaður af stjórn Reykjalundar 1991 til minningar um Odd Ólafsson sem var yfirlæknir á Reykjalundi 1945-1972.

Tilgangur sjóðsins er að efla fræðslu, rannsóknir og aðra vísindastarfsemi á Reykjalundi og veita fé til kaupa á tækjum og búnaði til notkunar við endurhæfingu á stofnuninni.

Tekjur sjóðsins eru sala minningarkorta og framlög frá velunnurum Reykjalundar.

Úthlutanir úr sjóðnum hafa meðal annars verið:

  • Tækjabúnaður fyrir sjúkraþjálfun
  • Sjúkralyfta fyrir sambýlið Hlein
  • Sjúkrarúm og náttborð
  • Námsstyrkir fyrir starfsmenn
  • Framlög í Vísindajóð Reykjalundar
  • Eftirlitshjartarafrit fyrir þjálfun (telemetria)
  • Búnaður fyrir heilsuþjálfun svo sem gönguskíði, reiðhjól, Garmin leiðsögutæki og öryggisbátur.