Heilsurækt

Á Reykjalundi er rekin heilsurækt sem er opin öllum fullorðnum.

Í boði er sund, þjálfun í tækjum, vatnsleikfimihópar og karlaleikfimi.

Algengt er að skjólstæðingar sem hafa verið til meðferðar á Reykjalundi nýti sér hana þegar að meðferð á Reykjalundi lýkur.

Öll þjálfun í hóptímum fer fram undir leiðsögn sjúkraþjálfara eða íþróttafræðinga.

Nánari upplýsingar um verð og opnunartíma fást í Sundlaug Reykjalundar snr. 585-2171 og á Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar snr. 585-2162.

Ábm. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðusjúkraþjálfari