Heilsurækt

07.09.2021

Heilsurækt Reykjalundar farin af stað

Heilsurækt Reykjalundar er nú komin á fullt eftir sumarfrí. Hægt verður að skrá sig í hópana í gegnum vefverslun Reykjalundar hér á heimsíðunni eða mæta í móttöku Reykjalundar.

Vatnsleikfimihópur 1 (mánu- og miðvikudagar) byrjar kl. 16.15   Hús opnar kl. 16.00
Vatnsleikfimihópur 2 (mánu- og miðvikudagar) byrjar kl. 17.00
Vatnsleikfimihópur 3 (mánu- og miðvikudagar) byrjar kl. 17.45   Hús lokar kl. 19.00
Vatnsleikfimihópur 4 (þriðju- og fimmtudagar)  byrjar kl. 16.15   Hús opnar kl. 16.00
Vatnsleikfimihópur 5 (mánu-og miðvikudagar) byrjar kl. 07.00   Hús opnar kl. 6.45
Vatnsleikfimihópur 6 (þriðju- og fimmtudagar) byrjar kl. 07.00   Hús opnar kl. 6.45
Bakleikfimihópur (mánu- og miðvikudagar) byrjar kl. 16.10   Hús opnar kl. 16.00

Karlaleikfimihópur (mánu- og miðvikudagar) byrjar kl. 17.00

Framkvæmdastjórn Reykjalundar


04.08.2021

Haustönn Heilsuræktar Reykjalundar hefst mánudaginn 6. september 2021

Eins og fram kemur í frétt hér að neðan þá stefnum við að því að haustönn Heilsuræktar Reykjalundar hefjist mánudaginn 6. september 2021. Til stóð að hefja skráningu frá og með 3. ágúst en þar sem nokkur óvissa ríkir um sóttvarnarviðmið sem fara þarf eftir, munum við fresta því að hefja skráningu til 17. ágúst. Frá þeim degi  verður hægt að skrá sig í hópana í gegnum heimsíðu Reykjalundar í vefsölu. Einnig verður hægt eins og áður að mæti í móttökuna á Reykjalundi og ganga frá skráningu þar.

Framkvæmdastjórn Reykjalundar


08.07.2021

Haustönn Heilsuræktar Reykjalundar hefst mánudaginn 6. september 2021

Heilsurækt Reykjalundar er nú komin í sumarfrí. Haustönn hefst þann 6. september. Hægt verður að skrá sig í hópana í gegnum vefverslun Reykjalundar hér á heimsíðunni frá og með 3. ágúst eða mæta í móttöku Reykjalundar og ganga frá skráningu frá og með 9. ágúst. Rétt eins og á vorönn mun aðgangur að tækjasal ekki fylgja með hóptímunum. Boðið verður upp á eftirfarandi hópa:

Vatnsleikfimihópur 1 (mánu- og miðvikudagar) byrjar kl. 16.00   Hús opnar kl. 15.45
Vatnsleikfimihópur 2 (mánu- og miðvikudagar) byrjar kl. 16.45
Vatnsleikfimihópur 3 (mánu- og miðvikudagar) byrjar kl. 17.30   Hús lokar kl. 19.00
Vatnsleikfimihópur 4 (þriðju- og fimmtudagar)  byrjar kl. 16.00   Hús opnar kl. 15.45
Vatnsleikfimihópur 5 (mánu-og miðvikudagar) byrjar kl. 07.15   Hús opnar kl. 7.00
Vatnsleikfimihópur 6 (þriðju- og fimmtudagar) byrjar kl. 07.15   Hús opnar kl. 7.00

Bakleikfimihópur (mánu- og miðvikudagar) byrjar kl. 16.10   Hús opnar kl. 15.55

Karlaleikfimihópur (mánu- og miðvikudagar) byrjar kl. 17.00

Framkvæmdastjórn Reykjalundar


14.04.2021

Hópastarf í heilsurækt Reykjalundar hefst á ný fimmtudaginn 15. apríl 2021

Stefnt er að því að hópastarf í heilsurækt Reykjalundar hefjist á ný fimmtudaginn 15. apríl 2021. Tækjasalur er eftir sem áður lokaður.

Vatnsleikfimihópur 1 (mánu- og miðvikudagar) byrjar kl. 16.15   Hús opnar kl. 16.00
Vatnsleikfimihópur 2 (mánu- og miðvikudagar) byrjar kl. 17.00
Vatnsleikfimihópur 3 (mánu- og miðvikudagar) byrjar kl. 17.45   Hús lokar kl. 19.00
Vatnsleikfimihópur 4 (þriðju- og fimmtudagar) byrjar kl. 16.15   Hús opnar kl. 16.00
Vatnsleikfimihópur 5 (mánu-og miðvikudagar)  og vatnsleikfimihópur 6 (þriðju- og fimmtudagar) byrja kl. 07.00.  Hús opnar kl. 6.45

Hópur 7 sem er karlahópur (mánu- og miðvikudagar) byrjar kl. 16.45

Framkvæmdastjórn Reykjalundar


25.03.2021

Allir vatnsleikfimihópar og karlaleikfimihópur Reykjalundar loka frá og með 25.mars vegna heimsfaraldursins.

Okkur þykir leitt að tilkynna að allir vatnsleikfimihópar og karlaleikfimihópur Reykjalundar loka frá og með 25.mars vegna heimsfaraldursins og er það í samræmi við sóttvarnarreglur stjórnvalda. Nánari upplýsingar verða veittar 15.apríl.

Framkvæmdastjórn Reykjalundar


02.03.2021

Breytingar á því hvenær vatnsleikfimihópar 1, 2, 3, 4 og karlahópur byrja í heilsurækt Reykjalundar frá 8.mars 2021.

Frá og með 8. mars breytast opnunartímar í meðferðarstarfi Reykjalundar.

Þar af leiðandi hliðrast einnig heilsuræktin örlítið til og nær því sem var fyrir heimsfaraldurinn covid 19.  Tækjasalur er eftir sem áður lokaður.

Hópur 1 (mánu- og miðvikudagar) byrjar kl. 16.15   Hús opnar kl. 16.00
Hópur 2 (mánu- og miðvikudagar) byrjar kl. 17.00
Hópur 3 (mánu- og miðvikudagar) byrjar kl. 17.45   Hús lokar kl. 19.00
Hópur 4 (þriðju- og fimmtudagar)  byrjar kl. 16.15   Hús opnar kl. 16.00
Hópur 7 sem er karlahópur (mánu- og miðvikudagar) byrjar kl. 16.45

Hópur 5 (mánu-og miðvikudagar)  og hópur 6 (þriðju- og fimmtudagar)  byrja kl. 07.00.  Hús opnar kl. 6.45

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Framkvæmdastjórn Reykjalundarar


11.01.2021

Karlaleikfimi í heilsurækt Reykjalundar hefst 13. janúar 2021

Karlaleikfimi í heilsurækt Reykjalundar hefst 13. janúar.

Vegna breytinga á meðferðarstarfi Reykjalundar, sökum heimsfaraldurs, seinkar hópnum um nær hálfa klukkustund. Húsið opnar 16.30 í stað 16.05 og eru þátttakendur, af sóttvarnarástæðum, beðnir að virða þau tímamörk og mæta ekki fyrir þann tíma.

Karlaleikfimin hefst kl. 16.45 og lýkur 17.30 og er líkt og í haust á mánu- og miðvikudögum. Búningsklefar verða lokaðir fyrst um sinn. Nokkur pláss eru laus og er áhugasömum bent á að hafa samband við aðalmóttöku Reykjalundar í snr. 5852000.


06.01.2021

Nánar um heilsuræktina og verðskrá

Eins og fyrr segir er stefnt að því að sundhópar í heilsurækt hefjist 11. janúar 2021

Stefnt er að því, með fyrirvara þó sökum heimsfaraldurs, að sundhópar í heilsurækt Reykjalundar hefjist 11. janúar. Karlaleikfimi hefst ekki þann dag og koma nánari upplýsingar um hana 12. janúar.

Vegna breytinga á meðferðarstarfi Reykjalundar, sökum heimsfaraldurs, seinkar hópum eftir hádegi um nær hálfa klukkustund. Húsið opnar 16.30 í stað 16.05 og eru þátttakendur, af sóttvarnarástæðum, beðnir að virða þau tímamörk og mæta ekki fyrir þann tíma.

Hópur 1 hefst 16.45
Hópur 2 hefst 17.30
Hópur 3 hefst 18.15
Hópur 4 hefst 16.45
Hópur 5 og hópur 6 hefjast á sama tíma og í haust eða kl. 07.00 (hús opnar 6.45)

Örfá pláss eru laus, sala áskriftarkorta er afgreidd í gegnum símanúmer Reykjalundar snr. 585-2000.

Vorönn: er frá mánudeginum 11/1 – fimmtudagsins 27/5.

Verðskrá:
Almennt verð: 51.300,- Ellilífeyrisþegar: og öryrkjar 44.800,-

Einungis er hægt að kaupa allt tímabilið.

Við áskiljum okkur rétt á að fella niður hópa ef næg þátttaka næst ekki.


04. janúar 2021

Sundhópar í heilsurækt Reykjalundar hefjast 11. janúar 2021.

Stefnt er að því, með fyrirvara þó sökum heimsfaraldurs, að sundhópar í heilsurækt Reykjalundar hefjist 11. janúar.  Karlaleikfimi hefst ekki þann dag og koma nánari upplýsingar um hana 12. janúar.

Vegna breytinga á meðferðarstarfi Reykjalundar, sökum heimsfaraldurs, seinkar hópum eftir hádegi um nær hálfa klukkustund. Húsið opnar 16.30 í stað 16.05 og eru þátttakendur, af sóttvarnarástæðum, beðnir að virða þau tímamörk og mæta ekki fyrir þann tíma.

          Hópur 1 hefst 16.45
          Hópur 2 hefst 17.30
          Hópur 3 hefst 18.15
          Hópur 4 hefst 16.45
          Hópur 5 og hópur 6 hefjast á sama tíma og í haust eða kl. 07.00 (hús opnar 6.45).


Heilsurækt Reykjalundar hefst mánudaginn 14.september.

Sala áskriftarkorta hefst 2.september. Einungis er hægt að afgreiða sölu korta í gegnum símanúmer Reykjalundar snr. 585-2000.
Endurgreiðsla áður seldra korta á vorönn 2020 stendur yfir hjá gjaldkera Reykjalundar snr. 585-2142

Vegna veirusýkingarinnar covid-19 er margt breytt frá fyrri rekstrarárum.
Þær áskriftarleiðir sem boðið er upp á í heilsurækt Reykjalundar:

 1. Vatnsleikfimi
 2. Karlaleikfimi

Það verður ekki boðið upp á tækjasal, heitan pott, gufu eða sund.

Haustönn: er frá mánudeginum 14/9 – miðvikudagsins 16/12.

Verðskrá:
Sama verð er fyrir vatnsleikfimi og karlaleikfimi: 37.800,- Ellilífeyrisþegar og öryrkjar 33.300,- Hægt er að skipta tímabilinu niður í þrennt með léttgreiðslum á kreditkorti.

Áskriftarleiðir:

 1. Vatnsleikfimi
  Hópur 1.  Mánudaga og miðvikudaga   kl. 16.20-17.05   Hús opnar 16.05
  Hópur 2.  Mánudaga og miðvikudaga  kl. 17.05-17.50 
  Hópur 3.  Mánudaga og miðvikudaga  kl. 17.50-18.35
    Hús lokar 19.00
  Hópur 4.  Þriðjudaga og fimmtudaga  kl. 16.20-17.05  Hús opnar 16.05
  Hópur 5.  Mánudaga og miðvikudaga  kl. 07.00-07.45   Hús opnar 6.45 og lokar 8.00
  Hópur 6.
    Þriðjudaga og fimmtudaga  kl. 07.00-07.45  Hús opnar 6.45 og lokar 8.00


 2. Karlaleikfimi
  Hópur 7.
    Mánudaga og miðvikudaga  
    kl. 16.20-17.05   Hús opnar 16.05 

Við áskiljum okkur rétt á að fella niður hópa ef næg þátttaka næst ekki. 


21. ágúst 2020

HEILSURÆKT REYKJALUNDAR OG SMITVARNIR VEGNA COVID

Eins og kunnugt er gengur nú yfir samfélag okkar skæð veirusýking sem er mjög smitandi og getur verið mörgum hættuleg. Þetta fordæmalausa ástand hefur varað í samfélaginu frá því í byrjun mars. Því miður bendir ekkert til annars en að þetta ástand muni vara með einverju móti í allan vetur.

Þar sem Reykjalundur er heilbrigðisstofnun sem sinnir daglega fjölda einstaklinga sem teljast til áhættuhóps vegna veirunnar, verðum við að sýna ítrustu varfærni í sóttvarnarmálum til að tryggja öryggi þeirra. Vegna þessa verður starfsemi heilsuræktar Reykjalundar, því miður, með töluvert breyttu sniði í vetur, en starfsfólk Reykjalundar hefur lagt sig fram við að skipuleggja og hnika til starfsemi þannig að starfsemi heilsuræktar geti verið eins mikil og mögulegt er innan marka sóttvarna.

Okkur þykir mjög leitt að þurfa að grípa til þessara ráðstafanna en við það verður ekki ráðið, frekar en víða annars staðar í samfélaginu. Við hörmum þau óþægindi sem þetta kann að hafa í för með sér fyrir ykkur.
Allar nánari upplýsingar má nálgast í afgreiðslu í aðalanddyri Reykjalundar.

Það er von mín að allir hlutaðeigendur sýni þessu ástandi skilning og mæti breyttu fyrirkomulagi með bros á vör.

Bestu kveðjur,

Pétur Magnússon
Forstjóri Reykjalundar