12.12.2024

Þér er boðið - Matar- og myndatökudagurinn okkar er Í DAG!!!

Ágæta samstarfsfólk,

Nú er Stekkjastaur kominn til byggða og vonandi hafa allir fengið eitthvað gott í skóinn i nótt.
Jafnframt vona ég að þið hafið náð að getað notið jólaballsins okkar á mánudaginn og jólafundarins okkar í gær – kærar þakkir fyrir frábæra mætingu og þátttöku á báða þessa jólaviðburði okkar!

Í hádeginu í dag býður Reykjalundur okkur starfsfólki og sjúklingum í gómsætan jólamat sem Gunnar, Jónas og starfsfólkið í eldhúsinu munu töfra fram eins og þeim er einum lagið.
Dyrnar opnast kl 11:20 og Árni Heiðar Karlsson mun leika falleg jólalög á flygilinn framan við matsalinn, um kl 11:45-12:15.
Biðjum ykkur að sýna þolinmæði, ekki er ólíklegt að einhverjar raðir geti myndast.

Kl 12:45 ætlum við svo að hittast í íþróttasalnum þar sem árleg jólamynd Reykjalundar verður tekin. Vegna frábærrar mætingar í fyrra sprengdum við af okkur samkomusalinn (sjá myndina í viðhengi) og því förum við í stærra rými núna.
Við hvetjum ykkur ÖLL til að mæta, líka þá sem gleymdu að koma í einhverju jólaDressi – við erum með eitthvað af húfum og jólafatnaði til að bjarga málunum fyrir myndatökuna.

Minni svo á verðlaunaafhendingu starfsmannafélagsins á „jólalegasta“ starfsmanninum sem einnig fer fram í íþróttasalnum.
Bið svo alla að mæta tímanlega og þá verðum við auðveldlega búin fyrir kl 13.

Sjáumst sem flest og vonandi náið þið að njóta dagsins sem allra best 😊

 

Til baka