10.10.2024

Heimsókn frá Kristnesspítala.

Á dögunum fengum við góða gesti í heimsókn en þeir komu að norðan frá Kristnesspítala. Á Kristnesspítala fara fram endurhæfinga- og öldrunarlækningar Sjúkrahússins á Akureyri ásamt fleiru. Kristnesspítali,

 sem var tekinn í notkun 1927 og þá sem berklahæli, er staðsettur 10 km sunnan Akureyrar.

Það var hópurinn sem sinnir endurhæfingaþjónustunni sem dvaldi hjá okkur heilan dag og kynnti sér starfsemi Reykjalundar ásamt því að funda um ýmis praktísk mál með okkar fólki.

Sannarlega gaman að fá þau í heimsókn og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.

 

Til baka