09.09.2024

Þjónustukönnun Reykjalundar maí-september 2024

Þjónustukannanir eru mikilvægur þáttur á heilbrigðisstofnunum þegar stefnt er í átt að notendavænni þjónustu og liður í áætlun Embættis landlæknis um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu. Embættið gerir kröfu á veitendur heilbrigðisþjónustu að framkvæma kannanir og taka mið af niðurstöðum í umbótastarfi og skipulagi þjónustu.

 

Auk svörun á stöðluðum spurningum gefst sjúklingum Reykjalundar tækifæri til að tjá sig með beinum hætti í opnu textaboxi. Flestir nota tækifærið og þakka fyrir veitta þjónustu en sem betur fer berast einnig gagnlegar ábendingar um það sem betur má fara. Ábendingum hefur verið komið til framkvæmdarstjórnar til úrvinnslu.

 

Almennt má segja að, líkt og í undanförnum könnunum, eru niðurstöður heilt yfir gleðilegar og bera vott um ánægju með þjónustu Reykjalundar.

 

Þó má nefna að nú, líkt og ítrekað undanfarin ár, er skýrt ákall um markmiðsfundi. Með markmiðsfundi er átt við fund þar sem tveir eða fleiri meðferðaðilar setjast niður með sjúklingi til að ræða framvindu og markmið í endurhæfingunni. Tæplega 60% þeirra sjúklinga sem ekki fengu markmiðsfund telja sig hafa þurft á slíku að halda og eru það nokkuð skýr skilaboð til okkar í endurhæfingunni, sérstaklega í ljósi þess að svipaðar niðurstöður koma ítrekað fram í öllum þeim könnunum sem framkvæmdar hafa verið frá 2022.

 

Einnig er tíðni fjölskyldufunda umhugsunarefni þegar hugmyndafræði endurhæfingar og eðli þeirrar þjónustu sem um er að ræða er höfð í huga. Um 20% þeirra sjúklinga sem ekki fengu fjölskyldufund töldu sig hafa þurft á honum að halda.

 

Heilt yfir bera niðurstöður þó skýran vott um ánægju og eigin upplifun á árangri sjúklinga.

 

Næsta þjónustukönnun fer í loftið í næstu viku. Einhverjar breytingar verða á spurningum en á heilt yfir verður áhersla áfram lögð á spurningar er varða þjónustuna sjálfa, notendavænleika og upplifun á eigin þátttöku í meðferð, upplifun á árangri, aðstöðu og búnaði og svo mætti lengi telja. 

Þjónustukönnun Reykjalundar maí-september 2024.pdf

 

Til baka