29.08.2024

Hundahlaup í túninu heima.

Hundahlaupið tókst vel.
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, fer fram um helgina. Þar sem lítil starfsemi er hjá okkur um helgar höfum við hér á Reykjalundi ekki verið mjög virkir þátttakendur í hátíðarhöldunum gegnum árin. Þetta árið tökum við þó þátt með þeim hætti að Hundahlaupið fór fram hér á svæði Reykjalundar en undanfarið höfum við gjarnan vilja tengja okkur við nærsamfélagið með því að opna svæðið okkar fyrir lýðheilsuverkefnum eins og til dæmis hreyfi- og íþróttaviðburðum á borð við KB þrautina og hjólreiðakeppnir.
Um 200 manns mættu í hlaupið sem fram fór hér á lóðinni í blíðskaparveðri í gær. Hlaupið var opið öllum sem vilja hreyfa sig með hundinn sinn. Hlaupið var auglýst fyrir alla hunda og allt fólk óháð aldri og fyrri störfum. Í boði voru tvær hlaupaleiðir. Annars vegar 5 km tímataka og hins vegar 2 km skemmtiskokk, leið fyrir þá sem vildu taka því rólega og njóta í fallegu umhverfi.
Stöð 2 og visir.is birtu skemmtilega frétt um hlaupið í gær sem er að finna hér
 

Til baka