Samstarfsamningur við Háskóla Reykjavíkur undirritaður.
Reykjalundur og Háskóli Reykjavíkur hafa undirritað samstarfsamning um starfsþjálfun, kennslu og rannsóknir. Markmiðið með samningnum er að koma á og efla enn frekar samstarf Háskólans í Reykjavík og Reykjalundar á sviði starfsþjálfunar, kennslu og rannsókna. Í fyrirrúmi verður að nýta sem best þá sérþekkingu, efnivið og aðstöðu, sem stofnanirnar búa yfir, með því að styrkja nýliðun með starfsþjálfun/vettvangsnámi og efla kunnáttu fagfólks í endurhæfingu, auðvelda aðgang að sérþekkingu og stuðla að eflingu og framgangi vísindarannsókna enn frekar.
Samningurinn fellur vel að hlutverki Reykjalundar um að vera leiðandi endurhæfingarmiðstöð á Íslandi en í stefnumótun okkar síðast liðið haust kom skýrt fram vilji til að auka samstarf og sýnileika Reykjalundar í samfélaginu og að rannsóknir og kennsla gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi Reykjalundar.
Það voru Pétur forstjóri Reykjalundar og Kamilla Rún Jóhannsdóttir deildarforseti sálfræðideildar HR sem undirrituðu samninginn á dögunum. Með þeim á myndinni eru Óskar Jón Helgason framkvæmdastjóri þjálfunar og ráðgjafar og Inga Hrefna Jónsdóttir forstöðusálfræðingur en Inga Hrefna situr einmitt í ráðgjafanefnd sálfræðideildar HR. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritunina.