06.06.2024

Heimsóknir frá Kína og Læknafélaginu.

Heimsóknir frá Kína og Læknafélaginu.

Reglulega koma góðir gestir hingað á Reykjalund til að kynna sérstarfsemina og hitta starfsfólk. Við mættum alveg vera duglegri að segja frá slíkum heimsóknum og sem tilraun til að gera bragarbót á því er gaman að segja frá tveimur heimsóknum hingað á Reykjalund í þessari viku.
Annars vegar komu góðir gestir frá Læknafélaginu, þær Steinunn Þórðardóttir formaður og Dögg Pálsdóttir framkvæmdastjóri. Þær kynntu sér starfsemina, fóru í skoðunarferð og funduðu svo með læknum Reykjalundar um ýmis mál. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna en meðfylgjandi myndir fengum við að láni af Instagram-síðu Læknafélagsins.
Hins vegar kom hér hópur frá Kína til að kynna sér endurhæfingarþjónustu Reykjalundar. Hópurinn er frá Pingshan sem er eitt af svæðum stórborgarinnar Shenzhen í Kína. Borgin er ein sú stærsta í Kína með um 18 milljón íbúa. Gestunum þótti mikið til starfseminnar koma hér á Reykjalundi og sögðust geta lært margt af okkur. Heimsóknin til Íslands er hluti af ferð hópsins þar sem þau heimsækja endurhæfingarstofnanir í nokkrum Evrópulöndum. Við þökkum erlendu gestunum kærlega fyrir komuna og hver veit nema af einhverju samstarfi verði í framtíðinni.

Til baka