Sóttvarnir

Sóttvarnir vegna COVID-19

08.09.2020

Upplýsingar fyrir sjúklinga í meðferð á Reykjalundi og aðstandendur þeirra

Sóttvarnir á Reykjalundi eru endurskoðaðar í hvert sinn þegar nýjar leiðbeiningar koma frá sóttvarnarlækni. Hér eru helstu atriði sem mikilvægt er að þekkja.

Handþvottur og sprittnotkun
Handþvottur er mikilvægasta sóttvörnin. Mjög gott aðgengi er að handlaugum og handspritti.

Sótthreinsun í almennum rýmum
Handföng og handrið, slökkvarar, lyftuhnappar, kranar o.þ.h. eru sótthreinsuð oft á dag.

1 metra fjarlægðarmörk (í gildi frá 7. september)
Þessi regla gildir alls staðar á Reykjalundi og á jafnt við um starfsfólk og sjúklinga.
Þeir sem myndu vilja halda áfram 2 metra fjarlægðarmörkum gagnvart sér, t.d. vegna undirliggjandi sjúkdóma, er bent að láta vita þannig að hægt sé að mæta því svo sem í matsal og í hópmeðferðum.
Við heilsumst ekki með handabandi og forðumst snertingu. Til að auðvelda gangandi umferð um húsnæði Reykjalundar gildir hægri umferð á göngum hússins. Fundarsalir eru  merktir með leyfðum hámarksfjölda.

Matsalur
Í matsal skammtar fólk sér sjálft. Til að hindra snertismit fá allir einnota hanska til að handfjatla eldhúsáhöld við skömmtun.

Búningsklefar
Í búningsklefum eru ítarlegar leiðbeiningar um fjarlægðarmörk.

Andlitsgrímur
Þegar 1 metra fjarlægðartakmörkun er ekki möguleg í meðferð nota meðferðaraðilar og sjúklingar einnota þriggja laga andlitsgrímur. Að öðru leyti er ekki mælt með almennri grímunotkun en sjúklingum er heimilt að koma með eigin andlitsgrímur. Huga ber að gæðum og alls ekki nota grímur með aðeins einu lagi. Einnota grímur duga að hámarki 4 klst. Ekki er mælt með taugrímum.

Heimsóknir
Öllum umgangi annarra en sjúklinga og starfsfólks er haldið í lágmarki. Heimsóknir aðstandenda á legudeildina Miðgarð eru leyfðar á milli kl 15 og 18. Aðeins má einn einstaklingur heimsækja hvern sjúkling og dvelja að hámarki 1 klst.

Láttu vita
Ef þú færð ný einkenni frá öndunarfærum, svo sem hósta eða andþyngsli, hita eða önnur einkenni sem líkjast veirusmiti skaltu EKKI koma á Reykjalund heldur hafa samband við þína deild og láta vita.

Við erum öll almannavarnir.