Svefnvandi

Margar ástæður geta legið á bak við svefnvanda, má þar nefna streitu, líkamlega vanlíðan og andleg veikindi.

Svefnþörf er breytileg. Ungbörn þurfa um 16 klukkustunda svefn á sólarhring, en svefnþörfin minnkar síðan með hækkandi aldri. Svefnþörf fullorðinna getur verið frá 6 – 10 klukkustundir.

Vandamálin geta verið mismunandi. Sumir eiga erfitt með að sofna, aðrir vakna upp oft að nóttu og enn aðrir kvarta undan því að vakna of snemma. Þegar svefninn er ófullnægjandi, vaknar fólk þreytt, ónógt sjálfu sér og kvíðið vegna svefnvandans. Vítahringur svefnvanda getur skapast og  áhyggjur vegna svefnvandans fara að halda fyrir fólki vöku.

Svefnvandi

Til eru mörg svefnbætandi ráð sem nota má sér til hjálpar gegn svefnleysi. Almennt má segja að til að vinna bug á svefnleysi sé mikilvægt að temja sér reglubundna lifnaðarhætti og skipuleggja daginn. Slíkt er á ábyrgð hvers og eins.