Skólar og hópar
- Verkjaskóli
- Hugræn atferlismeðferð (HAM) og verkir
- Lífsstíll
- Neysluvenjur, sérsniðið að verkjasjúklingum
- Leikfimihópar
- Vatnsleikfimi
- Slökun og streitustjórnun - jafnvægi í daglegu lífi
- Slökun
Verkjaskóli
Verkjaskólinn er á ábyrgð iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara, en markmið er að auka vitund þátttakenda um eigin áhrifamátt í tengslum við verki og verkjamynstur. Lögð er áhersla á heilbrigði og áhrif lifnaðarhátta á verki. Þátttakendur fá fræðslu í formi fyrirlestra, taka þátt í verklegum tímum og auka þannig tilfinningu sína gagnvart sjálfum sér og tileinka sér æskilega líkamsbeitingu við leik og störf.
Fyrirlestrar fjalla um flest sem viðkemur verkjum:
- Byggingu og starfsemi stoðkerfis
- Líkamsbeitingu
- Vinnustöður
- Þjálfun
Í verklegum tímum er unnið með:
- Vinnustöður
- Lyftitækni
- Líkamsvitun