Fjarmeðferð

Eitt af þeim meðferðarformum sem er í boði hjá verkjateymi Reykjalundar er fjarmeðferð í samstarfi við Framhaldskólann í Mosfellsbæ (FMOS). Námskeiðið er metið til tveggja framhaldsskólaeininga. Þetta form hentar til dæmis fyrir einstaklinga sem eiga erfitt með að komast að heiman sökum aðstæðna.

FjarkennslaFræðslan stendur yfir í 3 mánuði og fer að mestu fram í gegnum netið. Kennt er í þremur staðarlotum 2 daga í senn. Fræðslupakki er opnaður í hverri viku og skila þarf inn verkefnum, eins og til dæmis hreyfidagbók, svefnskrá eða matardagbók. Í staðarlotunum er bæði fræðileg og verkleg kennsla.

Það eru 14-15 einstaklingar í hverjum hóp og fá allir einstaklingsdagskrá. Í lok hverrar staðarlotu er farið yfir stöðuna hjá hverjum og einum. Þau sem búa úti á landi geta fengið gistingu á Reykjalundi í staðarlotum.

Þetta verkefni hefur verið í gangi frá 2009 og gefist mjög vel. Einstaklingar eru mjög ánægðir með að geta verið í meðferð, samhliða því að vera heima, sinna fjölskyldu, vinnu eða því sem verið er að gera dagsdaglega. Til að komast í þessa meðferð þarf að senda beiðni á verkjateymi: fjarmeðferð.