Biðlisti

FræðslufundurFljótlega eftir að beiðni berst til verkjateymis, fær viðkomandi bréf, þar sem honum er meðal annars boðið að koma á kynningar- og fræðslufund fyrir sjúklinga á biðlista verkjateymis. Markmiðið er að upplýsa sjúklinga um hugmyndafræði þeirrar endurhæfingar sem hér fer fram og undirbúa þá með fræðslu og hvatningu til að byrja að taka á sínum málum sem fyrst. Reynslan hefur sýnt  að þeir einstaklingar sem þegar í stað byrja að vinna að þáttum sem stuðla að betri heilsu og líðan ná betri árangri í endurhæfingunni. Aðstandendur eru einnig velkomnir á þessa fundi en þar er auk fræðslu kynnt starfsemi verkjateymis.

Til aðstandenda (pdf)

Greitt er göngudeildargjald fyrir fundinn - sjá gjaldskrá göngudeildar (gjaldskrá til útreiknings greiðslu sjúklings vegna komu til annarra en lækna).

Strax eftir kynningarfund getur fólk byrjað að huga að breytingum sem miða að því að auka færni og draga úr verkjum.