Verkjateymi
Verkjateymi hefur sérhæft sig í endurhæfingu fólks með þrálát verkjavandamál. Fyrst og fremst er um stoðkerfisverki að ræða en einnig verki án þekktra orsaka.
Teymið er rekið sem dagdeild fimm daga vikunnar og er lokað um helgar. Einstaklingum frá landsbyggðinni er þó séð fyrir gistingu.
Símatími vegna biðlista verkjateymis er á fimmtudögum kl. 14.30-15.30 og er í umsjá hjúkrunarstjóra verkjateymis Ernu Bjargeyjar Jóhannsdóttur
Bæklingur um endurhæfingu á verkjasviði (pdf)
Bakið þitt (pdf)
10 atriði sem þú þarft að vita um bakið þitt
SÍBS myndband
"Bakverkir"