Meðferð

Símatími hjúkrunarstjóra er á miðvikudögum kl. 13-14
Olga Björk Guðmundsdóttir
Beiðni um starfendurhæfingu þarf að berast frá lækni. Um níu einstaklingar eru í endurhæfingu á hverjum tíma. Eftirfylgd að lokinni endurhæfingu fer eftir þörfum hvers og eins. Umsækjendur eru kallaðir í forskoðun þar sem forsendur til starfsendurhæfingar eru metnar.
Starfsemin er rekin á dagdeildarformi. Möguleiki er á gistingu ef viðkomandi er búsettur utan höfuðborgarsvæðisins eða ef aðrar ástæður mæla með gistingu.
Endurhæfingartími ákvarðast af markmiðum og þörfum hvers og eins.
Forviðtal

Áður en meðferð hefst fer viðkomandi í forviðtöl hjá öllum fagaðilum. Markmiðið með viðtölunum er að meta heilsufarsleg vandamál sem viðkomandi óskar að vinna með og fara yfir stefnu sem hann setur sér varðandi vinnu.

Meðferð

Ef forsendur eru fyrir starfsendurhæfingu að mati teymisins eru markmið og endurhæfingaráætlun gerð í samvinnu við viðkomandi. Í endurhæfingunni eru nýtt ýmis fræðsluúrræði eins og

  • streitustjórnun
  • verkjaskóli
  • Líf án tóbaks
  • geðheilsuskóli

Einnig eru möguleikar á að meta starfsgetu, til þess að greina hvernig einstaklingur ræður við mismunandi störf, hvar tækifæri og takmarkanir liggja.