Offituteymi

Frá byrjun árs 2001 hefur offituteymi verið starfrækt á Reykjalundi. Helstu verkefni þess eru meðferð einstaklinga með alvarlega offitu. Meðferðin er byggð upp sem atferlismótandi meðferð. Markmið meðferðarinnar er að aðstoða einstaklinga við að bæta og skipuleggja lífshætti sína og fæðuvenjur. Markmiðið er að bæta heilsu og lífsgæði, léttast og auka virkni.

BáturMeðferðin er ekki hugsuð sem kúr heldur varanleg lífsháttabreyting. Hún tekur á mörgum þáttum sem tengjast offituvandanum svo sem fæðuvali, máltíðamynstri og hreyfingu. Auk þess er unnið með andlega, líkamlega og félagslega þætti eftir því sem við á.

Árið 2002 hófst samstarf milli skurðdeildar Landspítala háskólasjúkrahúss og Reykjalundar sem miðar að því að undirbúa einstaklinga með offitu fyrir magahjáveitu- og magaermisaðgerðir. Meðferðin á Reykjalundi er sú sama hvort sem einstaklingur fer í aðgerð eða ekki.

Skilyrði fyrir offitumeðferð á Reykjalundi
 • Tilvísun frá lækni
 • Aldur 18-65 ára
 • Verulegt offituvandamál, þyngdarstuðull (LÞS) >35 auk fylgikvilla eða LÞS > 40
 • Sýna vilja í verki til að takast á við vandann
 • Reykleysi
 • Áfengis- og fíkniefnasjúklingar séu óvirkir
 • Að viðkomandi geti nýtt sér meðferðina
Starfsfólk
 • Félagsráðgjafi
 • Heilsuþjálfari
 • Hjúkrunarfræðingar
 • Iðjuþjálfari
 • Læknir
 • Næringarfræðingur
 • Sálfræðingur
 • Sjúkraþjálfari
 • Ritari 
Símatími offituteymis er á miðvikudögum
frá kl.13:00 til kl.14:00
Olga Björk Guðmundsdóttir, hjúkrunarstjóri
sími: 585-2000

RÚV frétt, 15. október 2014
Ekki kúr heldur varanleg lífsstílsbreyting

RÚV frétt, 14. október 2014
Andlegur ávinningur jafnt sem líkamlegur

Stöð 2 frétt, 21. nóvember 2012
Ísland í dag - Gerður Pálsdóttir

SÍBS myndband
"Offita barna"