Skólar og hópar

ÖndunarþjálfunLungnaskóli

Lungnaskóli er fræðsla um hvernig hægt er að lifa sem bestu lífi með lungnasjúkdóm. Markmiðið er að þátttakendur nái betri stjórn á einkennum og öðlist skilning á áhrifum lifnaðarhátta. Lungnaskólinn er 10 tíma námskeið.

Jafnvægi í daglegu lífi

Markmið námskeiðsins er að fræða þátttakendur um streitu og hvernig hún hefur áhrif á daglegt líf.

Líf án tóbaks
Líf án tóbaks er fræðsla og meðferð fyrir alla sem eru að hætta tóbaksnotkun.

Geðheilsuskólinn
Lungnasjúklingum stendur til boða að velja sér fyrirlestra úr geðheilsuskólanum.

Verkjaskólinn
Lungnasjúklingar með langvinna verki eiga kost á að taka þátt í verkjaskólanum.

Öndunartækni / munnhörpumeðferð
Öndunartækni er fræðsla fyrir lungnasjúklinga sem hafa merki um vanöndun og/eða sjúkdóm sem getur leitt til öndunarbilunar. Munnhörpumeðferð er gagnleg og skemmtileg meðferð sem er ætlað að efla öndunartækni hjá lungnasjúklingum. Ekki er þörf á að vera lagviss.