Lungnateymi

Hjá lungnateymi fer fram endurhæfing fólks með sjúkdóma í öndunarfærum. Um er að ræða fullorðið fólk á öllum aldri með langvinna lungnasjúkdóma, skerta getu og minnkuð lífsgæði vegna mæði og þrekleysis.

HjúkrunarfræðingurSumir þurfa endurhæfingu eftir bráð veikindi eða skurðaðgerðir til dæmis fyrir og eftir lungnaígræðslu. Skilyrði er að fólk sé hætt tóbaksnotkun áður en endurhæfing hefst. Veittur er reykleysisstuðningur við komu á göngudeild eða með símaviðtölum.

Lungnaendurhæfing byggist á samvinnu margra fagstétta og er sniðin að þörfum hvers og eins.

Markmiðin eru að

  • auka þol og vöðvastyrk
  • rjúfa vítahring mæði og hreyfingarleysis
  • auka skilning á áhrifum lifnaðarhátta
  • breyta lífsstíl varanlega
  • stuðla að aðlögun að sjúkdómnum og einkennum hans
  • bæta líkamlega getu, andlega líðan og félagslega færni
Símatími hjúkrunarstjóra er á mánudögum og þriðjudögum kl. 11-12, Jónína Sigurgeirsdóttir. S: 585-2000

Til að komast í endurhæfingu þarf beiðni frá lækni. Þegar beiðnin hefur borist er haft samband og sjúklingi vísað í endurhæfingarmat, þar sem frekari meðferð er ákveðin. Flestir sjúklingar innskrifast á mánudagsmorgni.

Það er alltaf tekið tillit til búsetu við afgreiðslu beiðna.

Þegar þú mætir fyrsta daginn í endurhæfingu skaltu hafa eftirfarandi atriði í huga:
  • Borðaðu léttan morgunverð og ekki drekka kaffi eða te.
  • Taktu lyfin þín að venju og mundu eftir innöndunarlyfjunum.
CAT-próf (COPD assessment test) metur heilsufar sjúklinga með langvinna lungnateppu.