Hjartvænar mataruppskriftir

SalatTil eru ýmsar uppskriftabækur sem gefa hugmyndir að hollum og góðum mat og upplýsingar um hitaeiningar og næringargildi. Má þar nefna bókina Af bestu lyst 1-3, sem gefin er út af Krabbameinsfélaginu, Hjartavernd og Embætti Landlæknis. Einnig bókina Eldað í dagsins önn eftir Stefaníu Valdísi Stefánsdóttur.

Nokkrar af þeim uppskriftum sem hér eru birtar koma frá starfsfólki hjartasviðs. Aðrar eru teknar úr ýmsum tímaritum og dagblöðum og því frá ýmsum höfundum, en stundum hefur þeim verið breytt a.m.k. að hluta til.

(Fyrir 5-6 )
1,2 kg laxaflak / lúða

Grilllögur:
2-3 msk mangómauk
1 tsk karrý
½ tsk ferskur engifer (má nota engiferduft)
2-3 msk sítrónusafi
3 msk olía
2-3 marin hvítlauksrif
1 tsk sojasósa

Blandið öllu saman í skál. Penslið leginum á fiskstykkin og látið standa í kæli í 1-2 klst. Á meðan verið er að grilla er gott að pensla af og til með því sem eftir er af leginum.

Sósa:
1 box 10% sýrður rjómi
1-2 tsk hvítlaukur
2 tsk hlynsýróp (maple)
2 tsk sinnep
1 tsk mangómauk (mango chutney)
Dill

Blanda öllu saman. Stráið dillinu yfir og berið fram með fiskinum.

Grilluð lúða eða lax í sneiðum

(Fyrir 4-6)

1/2 kg kartöflur
1 sæt kartafla
2 gulrætur
1/2 sellerírót
1 laukar/púrrulaukur
3 hvítlauksgeirar
Pipar, rósmarín, timjan eða aðrar kryddjurtur ef vill
2 msk olía

  1. Brytjið grænmeti í ca 4x4 cm teninga og veltið upp úr olíu og kryddi. Gott er að setja þetta allt í hreinan plastpoka og hrista allt saman.
  2. Bakið í ofni við 200 gráður í 30-45 mínútur.

Bakað rótargrænmeti

2 appelsínur
2 epli
1 banani
100 grömm vínber

Ávaxtasósa:
1 dós 10% sýrður rjómi
2 eggjahvítur
E.t.v. smávegis hlynsíróp eða 3-4 dropar vanilla

  1. Afhýðið appelsínur og banana og þvo epli og vínber vel.
  2. Skera ávextina í litla bita og blanda þeim í skál.
  3. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við sýrða rjómann. Ef vill setjið hlynsíróp eða vanilludropa.

Ávaxtasalat