Hagnýtar upplýsingar

Gistihús
Sími
  • Skiptiborð: 585-2000
  • Vaktsími hjúkrunarfræðings eftir lokun skiptiborðs: 864-4882
  • Hjúkrunarstjórar teyma og læknaritarar svara fyrirspurnum vegna beiðna. Símatímar sjást á síðum teymanna.

Opnunartímar
  • Húsið 7:30-16:30 mánudaga til fimmtudaga, föstudaga til 15:30. Lokað um helgar.
  • Aðalinngangur 7:20-19:00 mánudaga til fimmtudaga, föstudaga til 15:30
  • Dyrasími er við aðalinngang. 

Móttaka er staðsett í Norðurstofu við aðalinngang.

Afgreiðslutími
Mánudaga – fimmtudaga  08:00 – 16:30
Föstudaga  08:00 – 16:00
Til sölu
Matarmiðar fyrir gesti (máltíðin) 1.020 kr.
Þvottamiði (einn þvottur) 1.000 kr.
Miði í happdrætti SÍBS (mánaðargjald) 1.500 kr.
Allar vörur úr vefverslun  
 

Matsalur er á fyrstu hæð. Á sumrin er hægt að setjast við borð úti.

Matartími   Virka daga
Morgunverður 07:30 - 09:00
Hádegisverður 11:30 - 13:00
Síðdegiskaffi 14:20 - 15:45 (mán - fim)
Kvöldverður 17:30 - 18:30 (mán - fim)

Fyrstu 10 mínútur af hverjum matar- og kaffitíma eru ætlaðar þeim sem þurfa aðstoð í matsal. Þeir sem ekki þurfa á slíkri hjálp að halda eru beðnir um að taka tillit til þessa og sýna biðlund.

Í matsalnum er framreiddur matur fyrir sjúklinga, gesti og starfsfólk. Hægt er að kaupa matarmiða í móttöku.

Sjálfsalar
Hægt er að kaupa kaffi, te og aðra drykki í sjálfsölum.

Setustofur

Víða á Reykjalundi eru setustofur þar sem hægt er að láta fara vel um sig.

Sjónvarp

Tvær sjónvarpssetustofur eru fyrir framan matsal.

Bókastofa

Í Norðurstofu sem er við hliðina á móttöku er aðgengi að fjölbreyttu úrvali bóka, tímarita og púsluspila sem er ætlað öllum sjúklingum.

Kyrrðarstofa

Mjög falleg kyrrðarstofa er inn af Norðurstofu og er fyrir alla sem vilja eiga stund með sjálfum sér.

Netaðgengi

Þráðlaust gestanet næst víða í byggingum Reykjalundar, þó ekki í gistirými í húsum úti á lóð. Auk þess hafa sjúklingar aðgang að tveimur tölvum sem eru í nálægð við móttöku.

Billjard- og fótboltaborð

Billjardborð er staðsett á brú fyrir framan sundlaug og er til afnota til 21:30 mánudaga til fimmtudaga og til 16:30 föstudaga. Fótboltaborð er í tengigangi á fyrstu hæð og er til afnota til 16:30 mánudaga til fimmtudaga og til 15:30 föstudaga.

Pianó

Tvö píanó eru til á Reykjalundi, annað er staðsett í Norðurstofu og er til frjálsra afnota. Hitt er staðsett í samkomusal og er til afnota þegar salurinn er opinn og ekki í annarri notkun.

Notkun farsíma

Notkun farsíma er óheimil meðan á þjálfun/meðferð stendur.

Sölumennska

Öll utanaðkomandi sölumennska er bönnuð á Reykjalundi.

Tóbak

Öll notkun tóbaks og rafsígaretta er bönnuð í húsum eða á lóð Reykjalundar

Áfengi og vímuefni

Öll notkun áfengis og vímuefna er bönnuð í húsum eða á lóð Reykjalundar.