Gigtarteymi

Hjá gigtarteymi fer fram endurhæfing skjólstæðinga með langvinn stoðkerfiseinkenni af völdum gigtar (liðagigt, slitgigt, hryggikt, fjölvöðvagigt) auk annarra langvarandi verkjavandamála. Einnig koma til meðferðar einstaklingar eftir líffæraígræðslu og önnur langvinn veikindi.

Símatími hjúkrunarstjóra gigtarteymis er á mánudögum kl. 11-12, Hafdís Gunnarsdóttir

Skilyrði er að beiðni komi frá lækni. Vegna mikillar eftirspurnar getum við einungis sinnt hluta þeirra skjólstæðinga sem við fáum beiðni fyrir.

Lögð er áhersla  á að sinna beiðnum fyrir skjólstæðinga með nýgreinda gigtarsjúkdóma, bólgugigt og fyrir fólk sem er að detta út af vinnumarkaði vegna langvinnra stoðkerfiseinkenna.  Reynt er að gefa þeim tækifæri til endurhæfingar sem ekki hafa komið áður og geta nýtt sér þá heildrænu meðferð sem í boði er.

Biðtími er breytilegur en getur orðið allt að ári.

Meðferð er nær eingöngu á dagdeildarformi. Ef einstaklingur býr úti á landi eða af einhverjum ástæðum kemst ekki á milli staða daglega er möguleiki á að útvega gistipláss. Engin þjónusta, nema neyðarþjónusta, er frá starfsfólki á kvöldin og á nóttunni. Ef sjúklingur hefur þörf á aðstoð á kvöldin eða nóttunni leggst hann  inn á Miðgarð sem er deild með sólarhringsþjónustu.

Sjúklingar fá til afnota skáp sem hægt er að læsa og hvíldaraðstöðu.

Engin meðferð fer fram um helgar.

Bakið þitt (pdf)
10 atriði sem þú þarft að vita um bakið þitt