Sjúklingar og aðstandendur

Reykjalundur er endurhæfingarmiðstöð sem þjónar öllu Íslandi. Endurhæfing miðar að því að sjúklingar endurheimti fyrri getu sína eða viðhaldi heilsu. Endurhæfing einkennist öðru fremur af samvinnu ólíkra fagstétta, sem hjálpa sjúklingnum að setja sér markmið, kenna honum, styðja og þjálfa í að vinna að þeim árangri sem hann ætlar að ná. AðalinngangurÁ Reykjalundi eru 8 meðferðarteymi og er fjallað nánar um hvert þeirra í undirköflum á þessari síðu. Einnig má þar finna samantekt um hjúkrunardeildina Miðgarð, göngudeild Reykjalundar og stoðdeildir, svo sem Hjarta- og lungnarannsókn og heilsurækt.

Meðferðarsvið Reykjalundar

HAM námskeið og hópar

Hér getur þú fundið upplýsingar um námskeið og hópa sem eru í boði  fyrir skjólstæðinga á Reykjalundi.

Finndu þína hreyfingu

Hér getur þú fundið upplýsingar um hópa sem bjóða upp á margvíslega hreyfingu.
Hreyfitorg.is

SÍBS blaðið, júní 2015
Á hreyfingu alla ævi