Núvitundaræfingar

Mynd af Núvitundaræfingar
Rannsóknir hafa sýnt að núvitund, byggð á hugrænni atferlismeðferð (Mindfulness-Based Cognitive Therapy) getur dregið marktækt úr bakslögum hjá þeim sem hafa fengið endurtekið þunglyndi. Með núvitund er átt við að veita nú-inu athygli; að vera meðvitaður um það sem er að gerast hér og nú án þess að dæma. Á þessum geisladiski er inngangur og 8 æfingar: Líkamsskönnun, Standandi jóga, Öndun með vakandi athygli, Öndun og líkami, Hljóð og hugsanir, Að skoða erfiðleika, Andrými og Vertu vinur. Aðallega er byggt á efni úr bókinni The Mindful Way through Depression eftir Jon Kabat-Zinn, Mark Williams, John Teasdale, Zindel Segal. Geisladiskurinn er 85 MB, níu MP3 hljóðskrár.


Verð:2.000 kr.