Að takast á við kvíða

Mynd af Að takast á við kvíða
Þessi hljóðbók „Að takast á við kvíða“ (Controlling Anxiety) sem er eftir Melanie Fennell og Gillian Butler var þýdd, með leyfi höfunda, af sálfræðingunum Gunnhildi L. Marteinsdóttur, Ingu Hrefnu Jónsdóttur og Odda Erlingssyni. Bókin tilheyrir sjálfhjálparbókaflokk Oxford Cognitive Therapy Centre og byggir á hugrænni atferlismeðferð. Farið er í eðli kvíða og hugsanir sem viðhalda kvíðanum. Síðan er þremur skrefum lýst til að ná stjórn á kvíða sem fela meðal annars í sér að þekkja kvíðavekjandi hugsanir, finna rök gegn þeim eða raunhæfari og hjálplegri hugsanir og að lokum að prófa kvíðavekjandi hugsanir í verki. Aftast er farið yfir hugsanaskrá sem hægt er að nota til að setja inn dæmi úr eigin lífi og vinna með kvíðavekjandi hugsanir. Hljóðskráin er 58 KB MP3 skrá og skiptist í 4 kafla.














Verð:500 kr.