HAM - Handbók

Mynd af HAM - Handbók
Margir glíma við þunglyndi og kvíða á ýmsum stigum og allir kannast við að verða stundum daprir eða að kvíða fyrir erfiðum aðstæðum. Ef einkennin eru mjög alvarleg eða langvinn og eru farin að hafa víðtæk áhrif á daglegt líf þarf að leita aðstoðar fagfólks. Á fyrri stigum getur sjálfshjálparefni komið að góðu gagni og einnig til að viðhalda bata. Í hugrænni atferlismeðferð eru kenndar aðferðir til að takast á við þunglyndi og kvíða sem fólk getur gripið til hvenær sem á þarf að halda. Markmiðið er að draga úr neikvæðum hugsunum og auka virkni. Sjötta útgáfa bókarinnar kom út árið 2010 á vegum geðheilsusviðs Reykjalundar, í ritstjórn þá voru Inga Hrefna Jónsdóttir, Rósa María Guðmundsdóttir, Vera Siemsen og Þórunn Gunnarsdóttir. Allt efni bókarinnar er einnig aðgengilegt á HAM-vefsíðunni. Hljóðskráin er 160 MB MP3 skrá og skiptist hljóðbókin í 12 kafla. Verð:500 kr.