Fagráð um heilaskaða

Fagráð um heilaskaða er þverfaglegur hópur fagfólks sem lætur sig málefni heilaskaða varða. Fagráðið samanstendur af fagfólki úr heilaskaðateymum Landspítalans og Reykjalundar, auk annarra fagaðila sem koma að málum fólks með heilaskaða. Fagráð velur sér formann og ritara til eins árs í senn, en hlutverk þeirra er að halda utan um starfsemi fagráðs. Í fagráðinu er engin fjárhagsleg umsýsla. Hlutverk fagráðsins er að efla skilning á málefnum fólks með heilaskaða á meðal stjórnvalda og almennings og ýta undir þverfaglegt samráð. Fagráðið er einnig stuðningur við Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða, aðstandenda og áhugafólks um málefnið.

Skilgreining (pdf)

Fagráðið er opið öllu fagfólki sem hefur áhuga á málefninu. Fundir eru haldnir fjórum sinnum á ári. Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við fagráðið skaltu senda póst til stjórnar.

 • Þórunn Hanna Halldórsdóttir, formaður
  Yfirtalmeinafræðingur á Reykjalundi
  thorunnh[hjá]reykjalundur.is

 • Ella Björt Teague, ritari
  Yfirsálfræðingur á Reykjalundi

 • Smári Pálsson, tengiliður við Hugarfar
  Sérfræðingur hjá Virk