Mælitæki og próf

Lífeðlisfræðilegar rannsóknir og endurhæfingarmat eru hluti af starfsemi lungnasviðs ásamt þverfaglegri ráðgjafarþjónustu við önnur svið Reykjalundar.

Meðal sértækra rannsókna á lungnasviði eru:Hjúkrun

  • Áreynslupróf á þrekhjóli með hjartarafriti
  • Sex mínútna göngupróf
  • Sérhæfð áreynslupróf með hjartarafriti, mælingu á loftskiptum og slagæðablóðgösum (VO2-max)
  • Öndunarmælingar
  • Loftskipta- og lungarúmmálsmælingar
  • Svefnmælingar (Embletta)

Árangursmælitæki/spurningarlistar sem lagðir eru fyrir sjúklinga á lungnasviði við upphaf og lok endurhæfingar.

  • CAT – próf (COPD assessment test) er spurningalisti sem metur heilsufar sjúklinga með langvinna lungnateppu. Áhrifum sjúkdómsins á sjúklinginn er skipt niður í fjóra flokka: Mjög mikil áhrif (> 30 stig), mikil áhrif (> 20 stig), miðlungs mikil áhrif (10 - 20 stig) og lítil áhrif (< 10 stig).
  • SOBQ (Shortness of breath questionnaire - MAT listinn) er spurningalisti sem metur mæði við athafnir daglegs lífs hjá einstaklingum með langvinnan lungnasjúkdóm
  • HAD (Hospital anxiety and depression scale), er spurningalisti sem metur andlega líðan. Viðmiðunargildi  ≥ 8 stig gefur vísbendingu um þunglyndi eða kvíða
  • Borg skalinn er listi þar sem sjúklingar meta eigin upplifun á mæði og fótaþreytu á skalanum 0-10
  • OSA – Mat á eigin iðju

Ýmis próf eru gerð við upphaf endurhæfingar á Reykjalundi og eru þau notuð til að meta ástand sjúklingsins við komu og tekið er mið af þeim við gerð endurhæfingaráætlunar. Teymi sjúklings ákveður hvaða próf eru viðeigandi fyrir hvern og einn. Til að meta árangur eru sum prófin endurtekin við lok endurhæfingarinnar.

Mælitæki/spurningarlistar notaðir eru eftir þörfum

  • COPM – Mat á færni við iðju
  • MMSE – Próf til mats á glöpum
  • SMQ – Gátlisti um streitu og bjargráð
  • Áhugasviðslisti

 

Þol og styrktarpróf gerð eftir þörfum

Tilgangur: Úthaldspróf á hjóli er gert til að finna út hvaða einkenni takmarka sjúklinginn með því að láta hann hjóla á stöðugu álagi sem jafngildir 75% af hámarksálagi á þolprófi.

Framkvæmd: Sjúklingnum er ráðlagt að hjóla eins lengi og hann treystir sér til. Honum er sagt að stöðva einungis ef mæði verður of mikil eða hann nær ekki að halda tilskildum  hraða ( 60 snúningar/mín) vegna fótaþreytu. Hvatning er gefin á tveggja mínútna fresti. Ef  sjúklingur hjólar lengur en 15 mín er prófinu hætt.  Próf tími yfir 15 mín er álitinn leiðinlegur fyrir sjúkling og því er líklegt að aðrar en lífeðlisfræðilegar ástæður  stöðvi sjúkling í að halda áfram. Áður en prófið fer fram þarf sjúklingur að vera vel hvíldur og ekki hafa stundað erfiða þjálfun stuttu áður. Heildarniðurstaða prófsins er reiknað út með því að margfalda afköst í Wöttum við lengd hjólatímans í mínútum og niðurstaðan gefin í KJ.

Tilgangur: Að meta færni sjúklings við göngu í stiga.

Framkvæmd: Sjúklingur er beðinn um að ganga niður og aftur upp eina hæð í stiga eins hratt og hann getur.

Árangursmat: Heildartími er mældur með skeiðklukku og fylgst er með súrefnismettun og púlsi. Sjúklingur er beðinn um að meta þreytu í fótum og mæði á Borg skala (0-10).

Tilgangur: Að mæla styrk í neðri útlimum

Framkvæmd: Sjúklingur situr á stól með fætur í gólfi og handleggi með síðu eða krossaðir yfir brjóst. Sjúklingur fær fyrirmæli um að standa upp og setjast eins hratt og hann getur á 30 sekúndum án stuðnings handa.

Árangursmat: Heildarfjöldi skipta er skráður og sjúklingur er beðinn um að meta þreytu í fótum og mæði á Borg skala (0-10).

Tilgangur: Að mæla styrk í efri útlimum

Framkvæmd: Sjúklingur situr á stól með fætur í gólfi. Lóði er haldið í ríkjandi hendi með beinan olnboga. Sjúklingur er beðinn um að beygja og rétta úr olnboga eins hratt og hann getur á 30 sekúndum.

Árangursmat: Heildarfjöldi skipta er skráður og sjúklingur er beðinn um að meta þreytu í handlegg og mæði á Borg skala (0-10).

Mat á súrefnisþörf gert eftir þörfum í hvíld, við athafnir og í svefni