Þekktu þitt magamál

Mynd af Þekktu þitt magamál
Þekktu þitt magamál nýtist bæði sem sjálfshjálparbók og sem handbók í meðferðarvinnu. Í bókinni er meðferðarnálgunin „þjálfun svengdarvitundar“ útskýrð sem er gagnreynd aðferð sem byggir á hugrænni atferlismeðferð.
Þjálfun svengdarvitundar er aðgengileg lausn við nánast hvaða matarvanda sem er hvort sem það er ofát, átröskun eða ef fólk vill almennt verða sáttari við matarvenjur sínar. Þjálfun svengdarvitundar kennir að borða með athygli, taka eftir hugsunum og tilfinningum, hlusta á líkamann og fara eftir eðlilegum merkjum líkamans um svengd og seddutilfinningu. Það er fremur auðvelt að tileinka sér þjálfun svengdarvitundar og það verður léttara að fara eftir innri merkjum líkamans eftir því sem þú æfist lengur í því.















Verð:5.115 kr.