Multiple Sclerosis

Á Íslandi eru um 600 einstaklingar með MS (multiple sclerosis). Sjúkdómurinn leggst aðallega á fólk á aldrinum 20-30 ára. Fleiri konur en karlar greinast með sjúkdóminn. Orsök er ekki að fullu þekkt en truflun verður á ónæmiskerfinu sem veldur niðurbroti á einangrunarefni taugafrumna. Einkenni geta verið lömun í fótleggjum með skyntruflun og aukinni vöðvaspennu. Önnur einkenni geta verið bráð þvaglát, minnisskerðing, þreyta eða verkir.
Allir með greindan MS sjúkdóm hafa möguleika á því að nýta sér endurhæfingu.
Læknir, hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálfarar, iðjaþjálfar, sálfræðingur, auk þess sem aðrar fagstéttir eins og talmeinafræðingar, taugasálfræðingur, félagsráðgjafi, næringarráðgjafi, heilsuþjálfari og sjúkraliði koma mjög oft að málunum.
Expanded Disability Status Scale (EDSS)
10m göngupróf – Gait Rite
Ef þörf er á er endurhæfingarmarkmiðum fylgt eftir á göngudeild en fjöldi viðtala og lengd eftirfylgdar er einstaklingsbundin.
Okkar nálgun

Litið er á hvern einstakling heildrænt út frá alþjóðlega flokkunarkerfinu um færni, fötlun og heilsu (ICF). Endurhæfing fólks með MS sjúkdóm fer fram í litlum hópum eða í einstaklingsmeðferð.

Heildarmarkmið eru að sjúklingurinn

 • þekki MS einkenni og kunni að bregðast við þeim
 • bæti og viðhaldi líkamlegri, andlegri og félagslegri færni
 • efli virkni og ábyrgð á eigin heilsu
 • og fjölskylda hans aðlagist lífi með langvinnan sjúkdóm
Meðferð

Endurhæfing felur í sér þverfaglega nálgun og meðferð vegna vanda fólks með MS sjúkdóm. Líkamleg þjálfun miðar að því að auka styrk, þol, jafnvægi og handafærni.  Fræðsla er veitt um jafnvægi í daglegu lífi, orkusparnað, kennd er slökun og veitt þjálfun í skipuleggja tíma sinn og forgangsraða verkefnum út frá færni og getu. Beitt er nálgun sem byggð er á nýjustu þekkingu og miðar að auknum lífsgæðum fólks með MS sjúkdóm.

Sértæk meðferð

 • Lögð er áhersla á fræðslu um sjúkdóminn og að efla vitund um eigin getu.
 • Fræðsla er um sértæk einkenni sjúkdómsins og unnið er að úrlausn þeirra eftir því sem við á.
 • Líkamleg og hugræn þjálfun.
 • Sértæk jafnvægisþjálfun.
 • Mat á vitrænni getu í tengslum við vinnu.
 • Metin er þörf fyrir hjálpartæki og aðlögun umhverfis. Sótt er um hjálpartæki ef þurfa þykir.
 • Orkusparandi leiðir og kennsla í að setja sér mörk í daglegu lífi.