Tauga- og hæfingarteymi
Á tauga- og hæfingarsviði Reykjalundar fer fram þverfagleg endurhæfing einstaklinga með meðfædda og áunna sjúkdóma eða skaða í taugakerfi. Má þar nefna einstaklinga með parkinsonsveiki, MS, heilaskaða af ýmsum orsökum, heilaáföll, starfræn taugaeinkenni, CP (cerebral palsy) og aðra meðfædda vöðva- og taugasjúkdóma eins og myotonic dystrophy og SMA (spinal muscluar dystrophy).
Endurhæfingin er unnin út frá klinískum leiðbeiningum og getur farið fram sem einstaklingsmeðferð eða meðferð í hópum eftir því sem við á. Meðferð fagaðila er metin út frá þörf einstaklingsins. Unnið er út frá hugmyndafræði ICF þar sem skilgreindir eru styrkleikar og veikleikar, gerð meðferðaráætlun og sett markmið til lengri og skemmri tíma.
- Endurhæfing miðar að því að auka samfélagsþátttöku, t.d. efla getu til starfa eða náms. Stundum snýst hún um að auka sjálfsbjargargetu eða færni til að geta sinnt daglegum verkefnum og tekið þátt í félagsstarfi eða tómstundum.
- Oft er unnið að því að efla skilning og auka sátt við afleiðingar sjúkdóms eða færniskerðingar þegar ekki er hægt að ná fullri heilsu að nýju.
- Síðast en ekki síst stuðlar endurhæfing oft að betri líðan og eykur lífsgæði einstaklingsins og fjölskyldu hans.
Horft er til framtíðar í endurhæfingunni og við útskrift er gjarnan unnin einstaklingsbundin áætlun og eftirfylgd skipulögð eftir þörfum.
Forgangsröðun:
Ungt fólk sem er í vinnu eða námi hefur forgang í meðferð sem og fólk með ung börn
Lengd biðar:
Biðtími eftir meðferð á tauga-og hæfingarsviði er breytilegur
- hjúkrunarfræðingur/sjúkraliði
- iðjuþjálfi
- læknir
- sjúkraþjálfari
- taugasálfræðingur
- sálfræðingur
- talmeinafræðingur
- félagsráðgjafi
- heilsuþjáfari
Einnig er möguleiki á mati hjá næringarráðgjafa.