Fræðsla

Sérstök dagskrá með fræðslu stendur skjólstæðingum hjartasviðs til boða. Þar er ýmiskonar fræðsla um líkamlega þjálfun, næringu, svefn, sálræn áföll og hjartasjúkdóma.

FræðslaAuk fræðslu sem hjartasvið býður upp á, stendur til boða að sækja ýmsa aðra fræðslu, skóla og námskeið á öðrum sviðum á Reykjalundi eftir þörfum hvers og eins. Má þar nefna geðheilsufræðslu, ofþyngdarfræðslu, lungnaskólann, verkjaskólann og fleira.