Heilbrigðgagnafræði

Læknaritarar eru samstarfsmenn lækna stofnunarinnar og annast sjúklingabókhald, varðveislu og skráningu í sjúkraskýrslur allra sjúklinga sem að stofnuninni koma. Jafnframt skrá þeir hvers konar læknaskýrslur, bréf varðandi sjúkdóma og aðgerðir, annast bréfaskriftir fyrir lækna og samskipti þeirra við aðrar sjúkrastofnanir og hið opinbera.

LæknaritariEnginn hefur leyfi til að kalla sig læknaritara nema hafa löggildingu frá ráðherra heilbrigðismála. Réttur til að kalla sig læknaritara og starfa sem slíkur hér á landi er skilgreindur skv. lögum um menntun, réttindi og skyldur læknaritara með áorðnum breytingum.

Læknaritarar á Reykjalundi

Læknaritarar á Reykjalundi sjá um skráningu og viðhald sjúkraskrár og að útbúa læknabréf,  undirbúning innskrifta, útgáfu vottorða og annarra bréfa, skönnun og skráningu aðsendra gagna, skráningu meðferðarbeiðna, skjalavörslu, símsvörun og upplýsingagjöf,  móttöku og dreifingu pósts, aðstoð við tölvuvinnslu, afgreiðslu leguskrár til TR og ýmislegt fleira.

Markmið læknaritunar á Reykjalundi er að veita samstarfsaðilum og skjólstæðingum góða þjónustu, stuðla að gæðum og skilvirkni í skráningu gagna í sjúkraskrá og tryggja öryggi í meðferð sjúkraskráa skv. lögum.

Nám

Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Verkmenntaskólinn á Akureyri sjá um menntun læknaritara. Námið veitir lögvernduð réttindi til starfsheitisins læknaritari, skv. reglugerð heilbrigðisráðuneytisins.

Félag

Félag íslenskra læknaritara (FÍL) er fagfélag læknaritara á Íslandi. Félagið á tvo fulltrúa í Samtökum heilbrigðisstétta. Norrænt þing læknaritara er haldið þriðja hvert ár. Félagið er aðili að European Federation of Medical Secretary Association (EFMSA).